Ruben Amorim segir að það sé enginn sóknarmaður Manchester United sem geti gert það sama og Harry Maguire í sóknarlínu liðsins.
Maguire var hetja United gegn Lyon á fimmtudag í Evrópudeildinni og skoraði sigurmark í dramatískum 5-4 sigri á Lyon.
Maguire er hafsent og spilar í hjarta varnarinnar en á það til að fara fram í lok leiks og er öflugur með höfðinu.
Amorim viðurkennir að hann þurfi stundum að treysta á Maguire í því hlutverki þar sem aðrir sóknarmenn bjóði ekki upp á sömu hættu.
,,Þegar ég horfi á Harry og set hann í framlínuna – ég sé bara einn mann sem er góður í teignum,“ sagði Amorim.
,,Hann veit nákvæmlega hvernig hann á að vera í teignum og hvernig hann getur skapað hættu.“
Maguire skoraði með skalla í leiknum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann spilar í fremstu víglínu undir lokin.