Það var ekki mikið óvænt í boði í Mjólkurbikar karla í dag og í kvöld en sjö leikir fóru fram og var mikið fjör.
Breiðablik vann sinn leik örugglega 5-0 heima gegn Fjölni og fór í næstu umferð ásamt öðrum liðum í Bestu deildinni.
Stjarnan lenti í vandræðum gegn Njarðvík og vann 5-3 sigur en sá leikur fór í framlengingu eftir 3-3 jafntefli.
Vestri þurfti vítakeppni gegn HK en þeim leik lauk einnig með 3-3 jafntefli í venjulegum leiktíma.
ÍA vann Gróttu, 4-1, Selfoss rúllaði yfir Hauka, 4-0, KA vann KFA einnig 4-0 og þá fer Þróttur áfram eftir framlengingu gegn Völsungi, 3-2.