Erling Haaland, stjarna Manchester City, er byrjaður að skokka og er útlit fyrir það að hann gæti spilað áður en tímabilinu lýkur.
Haaland er virkur á samskiptamiðlum en hann birti myndband af sér á æfingasvæði City þar sem hann sást skokkandi.
Norðmaðurinn hefur misst af síðustu leikjum vegna ökklameiðsla en hann fór af velli gegn Bournemouth um síðustu helgi.
Þessi 24 ára gamli leikmaður mun að öllum líkindum snúa aftur á næstunni en verður þó ekki með gegn Everton um helgina.
City gerir sér vonir um það að Haaland verði kominn í toppstand fyrir HM félagsliða sem fer fram í sumar.