AC Milan er búið að taka ákvörðun um það að kaupa enska bakvörðinn Kyle Walker endanlega frá Manchester City.
Þetta fullyrðir Gazzetta dello Sport á Ítalíu en Walker er í dag á lánssamningi hjá ítalska stórliðinu.
Milan er nú sannfært um að það sé rétt í stöðunni að semja við Walker en hann mun kosta fimm milljónir evra.
Walker er 34 ára gamall og virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá City sem mun kaupa nýjan hægri bakvörð í sumar.
Walker hefur spilað átta deildarleiki fyrir Milan hingað til og þá 12 leiki í öllum keppnum.