Barcelona er víst búið að gefast upp á því að semja við vængmanninn Nico Williams sem spilar með Athletic Bilbao.
Marca greinir frá en ástæðan er einföld og það eru fjárhagserfiðleikar spænska stórliðsins sem býst við rólegu sumri.
Þetta opnar dyrnar fyrir Arsenal sem er einnig á eftir Williams sem er gríðarlega öflugur vængmaður.
Barcelona mun setja allt fjármagn í að finna annan hafsent sem getur barist við Jules Kounde í vörninni á Nou Camp.
Arsenal er talið hafa mikinn áhuga á Williams sem gæti þó kostað allt að 100 milljónir evra.