Tottenham verður án lykilmanns í kvöld er liðið spilar við Frankfurt í Evrópudeildinni en þetta hefur félagið staðfest.
Um er að ræða líklega mikilvægasta leikmann Tottenham en Son Heung-Min verður ekki til taks í viðureigninni.
Þarna er um að ræða seinni leik liðanna í útsláttarkeppninni en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Tottenham.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur staðfest það að Son verði ekki til taks í leiknum sem er gríðarlegt áfall fyrir félagið.
Son ferðaðist ekki með Tottenham til Þýskalands í leikinn en hvenær hann snýr aftur er óvíst.