Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.
Það er tímaspursmál hvenær Liverpool verður formlega krýndur Englandsmeistari, en liðið er langefst í úrvalsdeildinni.
Bjarni er stuðningsmaður Liverpool og telur að fögnuðurinn þar í borg verði enn meiri í ljósi þess að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir síðast þegar liðið varð meistari.
„Það átti að taka sigurgöngu þegar Covid myndi klárast en varð aldrei af því. En það verður standandi partí í Liverpool í allt sumar,“ sagði Bjarni.
„Það yrði frábært eftir baráttuna í vetur ef Arsenal þyrfti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool,“ sagði Hrafnkell, en liðin eiga eftir að mætast fyrir lok tímabils.
Nánar í spilaranum.