PSG tryggði sér miða í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrradag, er þetta fjórða skiptið á síðustu sex árum sem félagið hefur gert það.
Það vekur nokkra athygli að félaginu tókst það ekki í þau tvö ár sem Lionel Messi var á staðnum.
Framlína liðsins var þá skipuð Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Fáir áttu von á því að það gæti klikkað.
PSG datt hins vegar úr leik í 16 liða úrslitum bæði þessi ár.
Nú þegar allar stjörnurnar eru farnar úr liðinu er liðið aftur komið í undanúrslit og er til alls líklegt til að vinna keppnina ár.
PSG have advanced to the Champions League semifinals in four of the last six seasons.
The only two seasons they didn't were when Messi, Neymar and Mbappé were their front three.
They were knocked out in the round of 16 in both seasons 😮 pic.twitter.com/Mzg5dPGPGd
— ESPN FC (@ESPNFC) April 16, 2025