Jordan Pickford hefur staðfest það að hann hafi eignast dóttur með eiginkonu sinni Megan Pickford.
Pickford birti einnig nafn stúlkunnar sem heitir í dag Misty Celine Pickford og kom í heiminn á miðvikudaginn.
Enski landsliðsmarkvörðurinn birti þónokkrar myndir af sér ásamt eiginkonu sinni og nýju barni en þær eru sjáanlegar á Instagram.
Misty Celine fæddist á miðvikudagskvöldi en það er stutt í næsta leik Everton sem er gegn Manchester City á laugardag.
Pickford mun ekki missa af þeim leik en hann hefur spilað alla leiki Everton í úrvalsdeildinni á tímabilinu og situr liðið í 13. sæti.