Albert Guðmundsson og hans menn í Fiorentina eru komnir í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir leik við Cejle í kvöld.
Albert er á mála hjá Fiorentina á Ítalíu en liðið gerði 2-2 jafntefli við Celje á heimavelli sínum á Ítalíu.
Fiorentina vann fyrri leikinn 2-1 á úitvelli og voru litlar líkur á því að Celje myndi snúa einvígunu sér í vil í kvöld en þeir ítölsku höfðu betur samanlagt 4-3.
Chelsea er einnig komið í undanúrslit eftir leik við Legia frá Póllandi en þeir ensku töpuðu seinni leiknum heima óvænt 2-1 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0.
Real Betis sló þá út lið Legia frá Póllandi og leikur SK Rapid og Djurgarden er á leið í framlengingu.