Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gæti fengið töluvert minni upphæð til að eyða í sumar ef hans menn ná ekki Meistaradeildarsæti.
Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Ipswich í síðasta leik og situr í sjötta sæti deildarinnar sem þykir nokkuð óásættanlegt.
Enskir miðlar greina frá því að Maresca fái 70 milljónum punda minni upphæð í sumar fyrir leikmannakaup ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina.
Chelsea er ekki í Evrópudeildinni heldur Sambandsdeildinni og stefnir allt í það að liðið fari í úrslitaleikinn þar.
Ekki er tekið fram hversu háa upphæð Maresca mun fá í sumar en Chelsea hefur grætt um 130 milljónir punda á þessu tímabili.