Manchester United er komið áfram í Evrópudeildinni eftir ótrúlegan leik við Lyon frá Frakklandi á Old Trafford.
Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli eins og í Frakklandi og var viðureignin því framlengd.
Allt stefndi í að Lyon myndi vinna framlenginguna eftir að hafa komist í 4-2 þegar 12 mínútur voru eftir.
United gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og vann leikinn 5-4 á einhvern ótrúlegan hátt.
Harry Maguire sá um að skora sigurmarkið á 121. mínútu en Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo höfðu annars komist á blað í framlengingunni.
Bodo/Glimt komst áfram á sama tíma eftir leik gegn Lazio en hann fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem þeir norsku höfðu betur.
Lazio vann leikinn 2-0 í venjulegum leiktíma líkt og Bodo gerði heima fyrir og bæði lið komust svo á blað í framlengingunni sem bauð upp á vítakeppnina þar sem Bodo vann.
Tottenham er einnig komið áfram eftir flottan sigur á Eintracht Frankfurt 1-0 en leikið var í Þýskalandi.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og komast þeir ensku í undanúrslit eftir vítaspyrnumark Dominic Solanke.
Athletic Bilbao fer sömu leið en liðið vann Rangers 2-0 heima.