Pierre Emerick Aubameyang hefur tjáð sig eftir þær fréttir af liðsfélaga sínum Aaron Boupendza sem birtust i vikunni.
Boupendza var liðsfélagi Aubameyang í landsliði Gabon en hann lést í vikunni eftir að hafa fallið til jarðar af 11. hæð í íbúðarhúsnæði í Kína.
Boupendza var á mála hjá Zhejiang FC í efstu deild Kína en hann spilaði með liðum eins og Bordeaux, Gatyaspor, FC Cincinnati og Rapid Bucaresti á sínum ferli.
Leikmaðurinn lék 35 landsleiki fyrir Gabon og voru flestir af þeim með Aubameyang en hann skoraði í þeim átta mörk.
,,Ég er orðlaus, hvíldu í friði bróðir,“ skrifaði Aubameyang á Instagram síðu sína er hann ræddi andlát vinar síns.
Fyrrum félög leikmannsins hafa einnig birt tilkynngar eftir andlátið og er ljóst að hans verður sárt saknað í knattspyrnuheiminum.