Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur tjáð sig um eigin framtíð en hann er talinn vera nokkuð valtur í sessi.
Real er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði mjög sannfærandi gegn Arsenal í tveimur viðureignum – seinni leikurinn fór fram í gær á Santiago Bernabeu og tapaði heimaliðið 1-2.
Talið er að Real sé nú að íhuga það sterklega að láta Ancelotti fara en fyrri leikurinn tapaðist 3-0 á Emirates í London.
Ancelotti vildi lítið segja en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Real og er sjálfur ákveðinn í að klára næsta tímabil.
,,Samningurinn minn er nokkuð skýr. Ég á eitt ár eftir af samningnum og félagið hefur alltaf sýnt mér stuðning,“ sagði Ancelotti.