„God save Donnarumma!,“ segir á forsíðu L’Equipe í Frakklandi eftir að PSG vann Aston Villa í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Prins William var á vellinum í gær en hann er stuðningsmaður Aston Villa og er fyrirsögn L’Equipe skot áhann.
Tilvitnun blaðsins er sótt í þjóðsöng Englands þar sem sungið er „God save the King“.
Gianluigi Donnarumma markvörður PSV var frábær í seinni leiknum í gær þar sem Aston Villa vann 3-1 sigur.
PSG vann sameiginlegt 5-4 sigur í einvíginu og mætir Real Madrid eða Arsenal í undanúrslitum.