Manchester United hefur virkjað samtalið við Bayer Leverkusen um hugsanleg félagaskipti sóknarmannsins Patrik Schick til Englands.
Sky í Þýskalandi heldur þessu fram, en Tékkinn er að eiga frábært tímabil og er með 17 mörk í 26 leikjum fyrir þýskalandsmeistarana í deildinni heima fyrir.
Schick er orðinn 29 ára gamall og hefur verið hjá Leverkusen síðan 2020. Á hann tvö ár eftir af samningi sínum og talið að hann sé fáanlegur fyrir aðeins rúmar 25 milljónir punda.
Frammistaða hans hefur þó vakið athygli víðar en í Manchester, en í Sádi-Arabíu eru menn einnig spenntir fyrir honum.