Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 5-1 sigur samanlagt á Real Madrid. Seinni leikurinn í kvöld fór 1-2.
Arsenal mætir PSG í undanúrslitum í mjög áhugaverðu einvígi.
Í hinum leik kvöldsins gerðu Inter og Bayern 2-2 jafntefli, Inter vann fyrri leikinn og er því komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Barcelona.
Barcelona er líklegasta liðið samkvæmt Polymarket til að vinna keppnina. Fær liðið 32 prósent líkur á því að vinna keppnina.
PSG er í öðru sætinu, Arsenal í því þriðja og líkur Inter eru eki taldar miklar.