Það er líklegast að Sverre Nypan, gríðarlega efnilegur leikmaður Rosenborg í Noregi, endi hjá Aston Villa.
Frá þessu greina helstu miðlar, en þessi 18 ára gamli Norðmaður hefur til að mynda verið orðaður við stórlið Arsenal og Manchester City.
Miðjumaðurinn hefur verið eftirsóttur lengi, en hann spilar stóra rulllu í Rosenborg og U-21 árs landsliði Noregs þrátt fyrir ungan aldur.
Þess má geta að Nypan lék allan leikinn með Rosenborg gegn FH í æfingaleik í síðasta mánuði. Fór hann fram á Spáni og lauk með 3-1 sigri fyrrnefnda liðsins.