fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Furðulostnir á stöðu Þorra í Garðabænum – „Eins og Jökull sé að tala um lítil börn“

433
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Mar Þórisson hefur ekki fengið mínútu á vellinum hjá Stjörnunni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildarinnar. Þorri kom heim úr atvinnumennsku í vetur.

Bakvörðurinn knái var ónotaður varamaður í fyrstu umferð og var svo settur út úr hóp gegn ÍA í annari umferð.

„Þetta kom á óvart, hann var ekki í hóp. Í standi en ekki í hóp,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni í dag.

Kristján Óli Sigurðsson gaf lítið fyrir þau orð hjá Jökli Elísabetarsyni að Þorri væri ekki komin inn í hlutina í Garðabæ.

„Hann er ekki kominn nógu mikið inn í hlutina segir Jökull, það tekur tíma inn í lið sem sparkar langt og tekur föst leikatriði sem priority. Það tekur eflaust tíma fyrir Þorra að komast inn í það.“

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók síðan til máls en hann ræddi um orð Jökuls um að Þorri hefði fagnað manna mest eftir sigurinn á ÍA.

„Gaman að sjá að Þorri hafi fagnað manna mest, ég held að það sé mesta lygi sem ég hef heyrt. Hann hlýtur að fara úr Stjörnuna, þetta comment er eins og Jökull sé að tala um lítil börn. Ég væri brjálaður ef ég væri Þorri yfir þessum ummælum.“

„Þetta er liðsíþrótt en hann er ekki í hóp, er það ekki óeðlilegt? Hann er að koma heim til að spila, kannski byrjar hann næsta leik ef hann spilar ekki gegn Breiðablik þá fer hann fyrir lok gluggans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina