Umboðsmenn knattspyrnumanna fengu 409 milljónir punda frá liðum í ensku úrvalsdeildinni á einu ári, um er að ræða tímabil frá febrúar í fyrra og til 3 febrúar í ár.
69 milljarðar íslenskra króna er væn summa sem umboðsmenn fengu á þessu tímabili.
Ekkert lið borgðai meira heldur en Chelsea sem reif fram 60 milljónir punda til umboðsmanna á þessu tímabili.
Manchester City borgaði umboðsmönnum 52 milljónir punda og þar á eftir kemur Manchester United með 33 milljónir punda.
Greiðslurnar eru vegna félagaskipta en að auki fá umboðsmenn prósentu af launum leikmanna.
Þessi tala virðist hækka á hverju ári en umboðsmenn eru oftar en ekki mjög umdeildir innan fótboltans.
Listann má sjá hér að neðan.