Það hefur verið staðfest að bæði Jonny Evans og Tom Heaton fari frá Manchester United í sumar þegar samningar þeirra eru á enda.
Ekki er ólíklegt að báðir leggi skóna á hilluna en þeir snéru aftur til United eftir nokkur ár í burtu.
Erik ten Hag fékk þá báða til félagsins en Ruben Amorim telur ekki þörf á að halda í þá.
Evans hefur glímt við meiðsli á þessu tímabili en Heaton hefur verið varamarkvörður liðsins.
Búist er við miklum breytingum hjá United í sumar og er þetta liður í því að hreinsa til.
🚨 Tom Heaton and Jonny Evans are both set to leave Manchester United at the end of the season, plan confirmed. pic.twitter.com/GbQTpvLMnt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2025