fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
433Sport

Fordæmalaus félagaskipti gætu hrint af stað ótrúlegri fléttu í sumar – Haaland færi frá Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmenn um alla Evrópu sem tengjast Real Madrid á einn eða annan hátt eru meðvitaðir um að skipti Vinicius Junior frá spænska stórliðinu til Sádi-Arabíu eru ekki útilokuð.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi segir frá þessu. Vinicius hefur lengi verið orðaður við Sádí en sjálfur alltaf talað um að vilja vera áfram hjá Real Madrid.

Sádarnir hafa undanfarin ár reynt að stækka deild sína og tekist að fá inn ansi stór nöfn til þess. Að fá Vinicius myndi þó taka allt upp á næsta stig og segir Plettenberg að kaupverð og laun í tengslum við hugsanleg skipti yrðu á mælikvarða sem aldrei hefur sést áður í knattspyrnuheiminum.

Þó ólíklegra sé að Brasilíumaðurinn fari til Sádí er Real Madrid klárt með þann leikmann sem það myndi hjóla í ef ske kynni að það gerðist, Erling Braut Haaland hjá Manchester City.

Haaland hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid, allt frá því áður en hann fór til Manchester City fyrir þremur árum síðan. Hann er hins vegar samningsbundinn í Manchester í níu ár til viðbótar og ljóst að stjarnfræðilega upphæð þyrfti til að landa honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki nýjan samning hjá Real Madrid

Fær ekki nýjan samning hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Endurkoma Elínar Mettu á Hlíðarenda staðfest

Endurkoma Elínar Mettu á Hlíðarenda staðfest
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Glaumgosinn eyddi tæpri milljón á barnum á sunnudag – Mætti með lífvörð og konurnar létu hann ekki í friði

Glaumgosinn eyddi tæpri milljón á barnum á sunnudag – Mætti með lífvörð og konurnar létu hann ekki í friði