Það þarf sennilega kraftaverk til að Ange Postecoglou verði áfram stjóri Tottenham þegar enska úrvalsdeildin verður flautuð á eftir sumarfrí. Farið er að máta aðra við stól hans.
Ástralinn er með Tottenham í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur en er þó með í Evrópudeildinni enn þá. Gæti það hugsanlega bjargað starfi hans að vinna hana.
Fabrizio Romano segir að Tottenham sé farið að horfa í kringum sig og eru Marco Silva og Andoni Iraola þar efstir á blaði.
Báðir hafa vakið athygli fyrir frammistöðu sinna liða á leiktíðinni, Silva með Fulham og Iraola með Bournemouth. Liðin eru bæði í baráttunni um Evrópusæti.