Ruben Amorim stjóri Manchester United er sagður hafa urðað yfir leikmenn sína á fundi á æfingasvæði félagsins í gær. Var hann verulega óhress eftir 4-1 tap gegn Newcastle á sunnudag.
Amorim átti að mæta á skemmtun með krökkum á mánudagsmorgun en hætti við það.
Hann boðaði leikmenn á neyðarfund en samkvæmt fréttum heyrðist ekki orð frá leikmönnum liðsins á meðan Amorim las yfir þeim.
Samkvæmt fréttum á hann að hafa látið leikmenn vita að þeir hafi til loka tímabils að sanna sig, annars verði þeir seldir í sumar.
Amorim hefur verið í mikilli brekku með lið United eftir að hann tók við og ljóst að hann sjálfur þarf að fara að óttast um öryggi sitt í starfi.