Íslandsmeistarar Breiðabliks fara af stað með látum í Bestu deild kvenna, en liðið pakkaði Stjörnunni saman í fyrstu umferðinni í kvöld.
Markavélin Samantha Smith skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á fyrsta stundarfjórðungnum og Blikar voru komnir í 5-0 eftir rúman hálftíma með mörkum frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur.
Úlfa Dís Úlfarsdóttir minnkaði muninn fyrir Garðbæinga áður gengið var til búningsklefa í hálfleik, í stöðunni 5-1. Breiðablik lét eitt mark nægja í seinni hálfleik. Það gerði Karítas Tómasdóttir. 6-1 sigur staðreynd, frábær byrjun Blika.
Þróttur fer sömuleiðis vel af stað, með 3-1 sigri á nýliðum Fram. Freyja Karín Þorvarðardóttir sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Hin reynslumilkla Murielle Tiernan minnkaði muninn fyrir Fram þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Þórdís Elvar Ágústsdóttir innsiglaði 3-1 sigur í restina.