Bournemouth vann góðan sigur á Fulham í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, leikið var á heimavelli Bournemouth.
Antoine Semenyo skoraði eina mark leiksins í jöfnum leik liðanna.
Bournemouth jafnar Fulham af stigum með þessum sigri og eru bæði lið með 48 stig.
Bournemouth er hins vegar með betri markatölu og fer því upp í áttunda sæti.