Það var mikið fjör í tveimur leikjum í Bestu deildinni í kvöld. Rosaleg dramatík var í leik KR og Vals sem lauk með 3-3 jafntefli
Leikurinn var frábær skemmtun en Luke Rae opnaði markareikning kvöldsins með marki fyrir KR. Jónatan Ingi Jónsson jafnaði áður en Patrick Pedersen kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-2 í hálfleik.
Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KR með geggjuðu marki áður en Pedersen virtist ætla að verða hetja liðsins með 2-3 markinu.
Það var svo þegar langt var liðið á uppbótartíma sem Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér og var rekinn af velli, Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu en brotið var fyrir utan teig.
Jóhannes Kristinn steig á punktinn og skoraði, 3-3 jafntefli niðurstaðan í mögnuðum leik.
Í Garðabænum vann Stjarnan góðan 2-1 sigur á ÍA þar sem Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmarkið. Stjarnan með fullt hús stiga
Stjarnan 2 – 1 ÍA
1-0 Andri Rúnar Bjarnason
1-1 Steinar Þorsteinsson
2-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason
KR 3 – 3 Valur
1-0 Luke Rae
1-1 Jónatan Ingi Jónsson
1-2 Patrick Pedersen (Víti)
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason
2-3 Patrick Pedersen
3-3 Jóhannes Kristinn Bjarnason