fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
433Sport

Goðsögn United baunar á leikmann liðsins fyrir þetta atvik í gær – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin var allt annað en hrifinn af frammistöðu Altay Bayindir í tapi liðsins gegn Newcastle í gær.

Newcastle vann þægilegan 4-1 sigur á United en Tyrkinn var í markinu í fjarveru Andre Onana, sem hefur átt erfitt uppdráttar.

Bayindir leit sérstaklega illa út í síðasta marki Newcastle sem Bruno Guimaraes skoraði og fékk hann á baukinn frá Keane á Sky Sports.

„Auðvitað var þetta honum að kenna. Þetta var allt of áhættusöm sending og á þessu stigi verður ákvarðanatakan að vera betri. Ég skil þetta ekki,“ sagði Keane.

„Þarna ertu kominn á meðal stóru strákana. Newcastle hefur verið að standa sig vel svo þú þarft að vinna heimavinnuna þína, vita hverjum þú ert að mæta og hvernig þeir pressa þig.“

Atvikið sem um ræðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Newcastle kaupir spænska vonarstjörnu – Hafnaði Real og Barca

Newcastle kaupir spænska vonarstjörnu – Hafnaði Real og Barca
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal skoðar að kaupa öflugan miðvörð í sumar – Þurfa að selja svo það gangi eftir

Arsenal skoðar að kaupa öflugan miðvörð í sumar – Þurfa að selja svo það gangi eftir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool