Uli Hoeness, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur staðfest það að Thomas Muller sé ekki að taka að sér starf á bakvið tjöldin hjá félaginu.
Muller hefur staðfest það að hann sé að kveðja Bayern eftir að hafa spilað þar allan sinn feril en hvort skórnir fari á hilluna er óljóst.
Hoeness bendlar Muller við Manchester United en það ku vera það félag sem leikmaðurinn styður á Englandi.
Ólíklegt er að Muller spili fyrir United og myndi frekar taka að sér starf í þjálfarateyminu.
,,Hann mun eyða þremur mánuðum í að læra NBA, þremur mánuðum í að læra NFL og svo fer hann til Englands og mögulega til Manchester United,“ sagði Hoeness.
,,Hann mun koma aftur hingað með mun meiri reynslu og svo getum við skoðað hvaða starf hann getur tekið að sér.“