Það er útlit fyrir það að Lionel Messi muni ekki klára ferilinn í heimalandinu eins og margir voru að búast við.
Athletic greinir frá því að Messi sé nálægt því að skrifa undir framlengingu við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Messi verður 39 ára gamall á næsta ári en margir bjuggust við því að hann myndi klára ferilinn hjá Newell’s Old Boys í heimalandinu.
Messi er einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar en hann hefur spilað glimrandi vel með Miami á þessu tímabili.
Núverandi samningur leikmannsins rennur út í lok 2025 en hann ætlar sér að spila með Argentínu á HM 2026.