fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Segist vera með fullkomna níu og vill ekki annan í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. apríl 2025 20:07

Maresca og Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur engan áhuga á því að fá nýja níu til félagsins í sumar – nema að það sé varamaður fyrir Nicolas Jackson.

Jackson spilaði mjög vel með Chelsea fyrri hluta tímabils áður en hann meiddist en er nú mættur aftur í slaginn og virðist vera búinn að ná sér að fullu.

Chelsea er orðað við Liam Delap hjá Ipswich þessa stundina og segist Maresca vera aðdáandi en hann horfir aðeins til Jackson fyrir næsta tímabil.

,,Þegar kemur að tölfræðinni þá er Liam Delap að standa sig frábærlega. Hann hefur held ég skorað 12 mörk nú þegar!“ sagði Maresca.

,,Þetta snýst ekki bara um tölurnar, hann berst og er alltaf til taks en hann er leikmaður Ipswich. Ég óska honum alls hins besta.“

,,Mín fullkomna nía hins vegar er Nico Jackson. Við erum nú þegar með níu, ef við fáum klóna af Nico þá er það allt í lagi. Með Nico þá erum við betra lið, hann er sá sem við þurfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Í gær

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn