Liverpool þarf að borga risalaun ef félagið ætlar að fá til sín ‘eftirmann Virgil van Dijk’ sem á eftir að skrifa undir framlengingu við félagið.
Van Dijk er ansi líklegur til að skrifa undir nýjan samning en hann verður frjáls ferða sinna eftir þetta tímabil.
Eitt nafn er helst nefnt til sögunnar þegar kemur að eftirmanni Van Dijk en það er miðvörðurinn Ronald Araujo.
Araujo spilar með Barcelona á Spáni en hann er að fá borgað rúmlega 160 þúsund pund á viku hjá félaginu.
Araujo er áttundi launahæsti leikmaður Barcelona en er þó langt á eftir Robert Lewandowski sem fær greitt 536 þúsund pund í hverri viku.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort Liverpool muni enn horfa til leikmannsins jafnvel þó hinn 33 ára Van Dijk framlengi.