Saksóknarar vilja að Rodrigo Huescas, leikmanni FC Kaupmannahafnar í Danmörku, verði hent úr landi fyrir ofsaakstur í byrjun árs.
Bold segir frá þessu, en Huescas, sem er 21 árs gamall Mexíkói, þarf að mæta fyrir rétt í Kaupmannahöfn þann 28. apríl.
Huescas var gripinn við að keyra á 111 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn var 50.
Lögreglan í Kaupmannahöfn staðfestir í samtali við Bold að saksóknarar vilji að Huescas verði vikið frá Danmörku.
Áður hafði komið fram að Huescas gæti átt yfir höfði sér 20 daga fangelsi.