Sagt er að Manchester United vilji fá inn markvörð í sumar en Ruben Amorim hefur ekki mikla trú á Andre Onana samkvæmt fréttum.
Onana hefur átt nokkuð erfiða tíma á Old Trafford á þeim tveimur árum sem hann hefur verið hjá félaginu.
Ensk blöð segja í dag að Bart Verbruggen markvörður Brighton sé á lista hjá United og félagið hafi áhuga á honum.
Verbruggen er 22 ára gamall hollenskur landsliðsmaður.
Hann hefur átt góða tíma hjá Brighton en hann var áður hjá Anderlecht og nú gæti United reynt að fá hann.