Ryan Gravenberch miðjumaður Liverpool hefur verið magnaður á þessu tímabili eftir erfitt fyrsta tímabil á Anfield.
Gravenberch kostaði 34 milljónir punda þegar hann kom frá FC Bayern.
Gravenberch hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur kostur fyrir Real Madrid en talið er útilokað að Liverpool selji hann.
Gravenberch er með samning til 2028 á Anfield en umboðsmaður hans segir draum að hann spili fyrir Real Madrid.
„Þegar Ryan var 16 ára gamall þá vildi Barcelona fá hann,“ segir Jose Fortes Rodriguez umboðsmaður Gravenberch.
„Þeir vildu kaupa hann en faðir hans vildi það ekki. Hann er nógu góður fyrir Real Madrid og við myndum elska það að hann myndi spila þar.“
„Liverpool færi fram á svakalega upphæð, ég veit að Real Madrid hefur haft áhuga en ég held að það sé ekki möguleiki.“