Manchester City er nú orðað við ansi marga miðjumenn þegar ljóst er að Kevin de Bruyne er á förum.
Það var staðfest fyrir helgi að De Bruyne sem er 33 ára gamall færi í sumar þegar samningur hans er á enda.
Nú segja fjölmiðlar í Brasilíu að City hafi mikinn áhuga á Bruno Guimaraes miðjumanni Newcastle.
Landsliðsmaðurinn frá Brasilíu er þekkt stærð í enska boltanum og hefur staðið sig vel með Newcastle.
Hann er nú sagður á lista City en Florian Wirtz og fleiri góðir hafa undanfarna daga verið orðaðir við félagið.