Í hinum ýmsu fjölmiðlum er því haldið fram í dag að Carlo Ancelotti verði ekki áfram stjóri Real Madrid eftir tímabilið.
Sagt er að forráðamenn Real vilji fara í breytingar og að Xabi Alonso sé efstur á blaði.
La Gazzetta dello segir að mögnuð endurkoma gegn Arsenal í næstu viku muni ekki bjarga neinu.
Ancelotti hefur um langt skeið verið sterklega orðaður við Brasilíu og gæti nú tekið við því sögufræga landsliði.
Ancelotti hefur átt magnaðan feril sem þjálfari og hefur á undanförnum árum gert afar vel með Real Madrid.