fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
433

Onana skúrkurinn í jafntefli United – Albert ónotaður varamaður

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 21:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2-2 jafntefli varð niðurstaðan hjá Lyon og Manchester United í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Thiago Almada kom Lyon yfir á 26. mínútu leiksins með marki úr aukaspyrnu, þar sem Andre Onana átti vægast sagt að gera betur í marki United.

Leny Yoro jafnaði fyrir United undir lok fyrri hálfleiks og þannig var staðan allt þar til á 88. mínútu þegar Joshua Zirkzee skoraði það sem flestir héldu að yrði sigurmark leiksins.

Lyon átti hins vegar eftir að jafna. Þá náði Rayan Cherki frákastinu eftir að títtnefndur Onana missti boltann frá sér. Lokatölur 2-2 og allt opið fyrir seinni leikinn á Old Trafford.

Í sömu keppni gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Frankfurt á heimavelli. Hinn eftirsótti Hugo Ekitike kom þýska liðinu yfir snemma leiks en Pedro Porro jafnaði.

Albert Guðmundsson var þá ónotaður varamaður í 1-2 sigri Lyon á Celje í Sambandsdeildinni, en úrslit kvöldsins í Evrópukeppnunum má sjá hér að neðan.

Evrópudeildin
Lyon 2-2 Manchester United
Tottenham 1-1 Frankfurt
Rangers 0-0 Athletic Bilbao

Sambandsdeildin
Djurgarden 0-1 Rapid Vín
Celje 1-2 Fiorentina
Real Betis 2-0 Jagiellonia

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Klámstjarna segir þetta hafa verið erfiðast við að byrja í iðnaðinum – Ekki ástæðan sem flestir hefðu giskað á

Klámstjarna segir þetta hafa verið erfiðast við að byrja í iðnaðinum – Ekki ástæðan sem flestir hefðu giskað á
433Sport
Í gær

Orðaður við stjórastarfið hjá stórliði

Orðaður við stjórastarfið hjá stórliði
433Sport
Í gær

Fimm stór félög á Englandi hafa fundað með umboðsmanni Huijsen

Fimm stór félög á Englandi hafa fundað með umboðsmanni Huijsen
433Sport
Í gær

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið

Ramsdale á blaði West Ham fyrir sumarið