Fabrizio Romano sérfræðingur segir að nokkur lið á Ítalíu séu klár í slaginn ef Rasmus Hojlund verður til sölu.
Hojlund er framherji Manchester United en hann er á sínu öðru ári á Old Trafford.
Hojlund kostaði United rúmar 60 milljónir punda en hefur ekki alveg fundð taktinn.
Danski framherjinn gæti verið til sölu í sumar og segir Romano að nokkur ítölsk félög séu klár í slaginn.
Félögin eru ekki nefnd á nöfn en Hojlund átti góða tíma hjá Atalanta áður en hann hélt til United.
🚨🇩🇰 Serie A clubs are monitoring Rasmus Højlund situation ahead of the summer transfer window.
If Manchester United decided to sell Højlund to bring in a new striker in the summer, Italian clubs would be ready to start concrete contacts. pic.twitter.com/XDfWZNLjST
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 10, 2025