Napoli mun reyna aftur við Alejandro Garnacho í sumar ef marka má ítalska fjölmiðla.
Napoli reyndi að fá Garnacho frá Manchester United í janúar eftir brottför Khvicha Kvaratskhelia til Paris Saint-Germain. Það tókst hins vegar ekki þá.
Nú er sagt að félagið muni reyna við argentíska kantmanninn aftur í janúarglugganum.
Garnacho hefur átt fast pláss í liði Ruben Amorim á Old Trafford undanfarið. Það er þó hugsanlegt að United hleypi honum burt fyrir rétta upphæð.
Garnacho kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og það er hagstætt fyrir bókhaldið að selja slíka leikmenn.