Stöð 2 Sport tekur aftur við enska boltanum næsta vetur og kynnti metnaðarfulla áætlun sína næsta vetur á Vísi í dag.
Kynnir stöðin til leiks ný andlit eins og Hjörvar Hafliðason, sem áður var á Stöð 2 Sport, auk Kristjönu Arnarsdóttur sem var áður á RÚV. Hjörvar verður með Doc Zone á laugardögum, en hann hefur verið með það á eigin vegum á vettvangi Dr. Football í vetur.
Kjartan Atli Kjartansson stýrir þá uppgjörsþætti, auk þess sem Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson verða með þátt í miðri viku, svo dæmi séu tekin.
Sérfræðingateymið er glæsilegt en það er svona skipað: Arnar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Lárus Orri Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Ólafur Kristjánsson.
Nánar á Vísi.