Bodo/Glimt vann sterkan sigur á Lazio í fyrsta leik kvöldsins í Evrópudeildinni.
Um var að ræða fyrri leik í 8-liða úrslitum og skoraði Ulrik Saltnes bæði mörkin í seinni hálfleik.
Það er því verk að vinna fyrir Lazio í Rómarborg eftir viku.
Chelsea er þá svo gott sem komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar eftir sigur á Legia Varsjá í 8-liða úrslitunum í kvöld.
Enska liðið vann 0-3 í þessum fyrri leik liðanna í Póllandi. Tyrique George kom þeim yfir áður en Noni Madueke skoraði tvö mörk.