Miðvörðurinn Jarrad Branthwaite er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið samkvæmt The Sun.
Þessi 22 ára gamli leikmaður er lykilmaður hjá Everton og hefur verið það um nokkuð skeið þrátt fyrir ungan aldur.
Branthwaite hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarin ár, þar á meðal erkifjendurna í Liverpool, en nú er talað um að United og Tottenham séu afar áhugasöm fyrir sumarið.
United vill fá hann inn í hjarta varnarinnar næstu árin, en talið er að það þurfi að greiða Everton um 50 milljónir punda fyrir það.