Eiður Atli Rúnarsson hefur gert nýjan samning við HK sem gildir út leiktíðina 2027.
Eiður Atli er uppalinn HK-ingur og hefur leikið yfir 50 leiki fyrir félagið.
„HK bindur miklar vonir við Eið og hlakkar til að sjá hann í rauðu og hvítu treyjunni,“ segir á vef HK.
HK leikur í Lengjudeildinni í sumar en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun liðsins í vetur.