Luis Diaz, leikmaður Liverpool, hefur nokkuð reglulega verið orðaður við Barcelona en hjá spænska stórliðinu eru menn farnir að efast um að þeir geti fengið hann.
Sport segir frá þessu og að Barcelona telji sig ekki ráða við að borga það sem Liverpool vill fyrir Kólumbíumanninn, sérstaklega vegna áhuga sádiarabíska félagsins Al-Nassr.
Talið er að Liverpool vilji um 65 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla Diaz, en hann á rúm tvö ár eftir af samningi sínum á Anfield.
Diaz spilar stóra rullu hjá Liverpool og er með 15 mörk á leiktíðinni.