Enzo Maresca stjóri Chelsea boðar breytingar á leikmannahópi sínum í sumar og fyrst og síðar er um að ræða leikmenn sem hann vill losna við.
Mykhailo Mudryk kantmaður frá Úkraínu kostaði félagið rúmar 100 milljónir punda fyrir rúmum tveimur árum.
Hann hefur svo sannarlega ekki fundið sig og hefur Maresca fengið nóg og vill losna við hann.
Franski framherjinn Christopher Nkunku er svo annar sem hefur ekki náð neinu flugi og má fara.
Chelsea skoðaði að losa sig við Nkunku í janúar en það gekk ekki upp.