Chelsea er samkvæmt enskum blöðum fremst í kapphlaupinu um Jobe Bellingham miðjumann Sunderland.
Jobe er 19 ára gamall og er yngri bróðir Jude Bellingham miðjumanns Real Madrid.
Jobe hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í næst efstu deild Englands.
Manchester United, Arsenal, Tottenham, Brighton og Crystal Palace hafa öll fylgst með honum og haft áhuga.
Enskir miðlar segja hins vegar að Chelsea sé líklegast til að krækja í Jobe.