Alexander Isak framherji Newcastle hefur lengi verið á óskalista Arsenal en enskir miðlar segja að hann fari líklega ekki í sumar.
Arsenal hefur verið að skoða þetta en Isak er ekki til sölu í sumar samkvæmt fréttum.
Isak er metinn á 150 milljónir punda en Arsenal vill fá inn sóknarmann í sumar.
Sagt er að Arsenal sé farið að horfa til Igor Paixao framherja Feyenoord sem hefur verið öflugur í vetur.
Þessi 24 ára gamli framherji hefur komið að 27 mörkum á þessu tímabili. Liverpool er einnig sagt fylgjast með Paixao.
Arne Slot stjóri Liverpool þekkir vel til Paixao og það gæti vegið þungt.