Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur fengið það í gegn að allir hans helstu aðstoðarmenn skrifi undir nýja samning.
Arsenal hefur gengið frá samkomulagi við þá Carlos Cuesta, Albert Stuivenberg, Inaki Cana, Nicolas Jover og Miguel Molina.
Allir hafa skrifað undir nýja samninga en þeir eru lykilmenn í teyminu hjá Arteta.
Arteta hefur verið að smíða öflugt teymi í kringum síðustu ár og vonast til þess að það skili sér í því að liðið fari að vinna titla.
Arsenal hefur verið nálægt þeim stóru síðustu ár og er komið með annan fót í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
🔴⚪️ Arteta’s staff members Carlos Cuesta, Albert Stuivenberg, Inaki Cana, Nicolas Jover, Miguel Molina have all signed new deal at the club.
It’s all completed, as @sr_collings reports.
They’re considered crucial by the club and of course the coach, Mikel Arteta. pic.twitter.com/za17bfReWe
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 10, 2025