Helar Gonzales Altamirano 21 árs gamall knattspyrnumaður frá Perú er látinn, hann fékk þungt högg í leik á þriðjudag.
Helar lék með Real Titan NC og Defensor Nueva Cajamarca í bikarkeppninni í Perú.
Helar var að reyna að komast í boltinn en lenti í samstuði og fékk þungt högg. Fjölskylda hans var í stúkunni.
Helar var fluttur á sjúkrahús og barðist fyrir lífi sínu í tvo sólarhringa áður en hann lét lífið.
Málið hefur vakið upp mikla sorg í fótboltanum í Perú en atvikið má sjá hér að neðan.
#LOÚLTIMO Falleció el futbolista Helar Gonzales Altamirano de 21 años tras dos días internado luego de un choque con su portero en un partido entre Real Titan NC Vs. Defensor Nueva Cajamarca por la Copa Perú. pic.twitter.com/dMPlRSTjM6
— Roger García (@RogerAderly) April 9, 2025